Skólaliði - Langholtsskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Langholtsskóli, Holtavegi 23
  • 09/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Langholtsskóli - Almennt

Laus er til umsóknar 75% staða skólaliða í Langholtsskóla. Um er að ræða starf fyrir hádegi. Staðan er laus nú þegar.

Langholtsskóli er heildstæður grunnskóli með um 682 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti og skapandi viðfangsefni þar sem komið er til móts öll börn í námi. Skólinn starfar í anda Olweusaráætlunarinnar gegn einelti og sérdeild fyrir börn með einhverfu starfar í skólanum. Einkunnarorð Langholtsskóla eru virðing - vellíðan - skapandi skólastarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna með nemendum í leik og starfi á göngum og í frímínútum.
  • Dagleg ræsting samkvæmt vinnuskipulagi.

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
  • Fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Snyrtimennska.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 75%
Umsóknarfrestur: 22.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hreiðar Sigtryggsson í síma 553-3188 og tölvupósti hreidar.sigtryggsson@rvkskolar.is.

Langholtsskóli
Holtavegi 23
104 Reykjavík