Starfsmaður í stuðningi - Halastjarnan frístundah.

 • Reykjavíkurborg
 • Frístundamiðstöðin Tjörnin, við Háteigsveg
 • 09/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Halastjarnan, Háteigsskóla

Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir að ráða starfsmann til að starfa í frístundaheimilið Halastjörnuna við Háteigsskóla til að veita barni persónulegan stuðning. Í boði eru hlutastarf 50-70% eftir hádegi.

Þar er boðið er upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir börn og áhersla meðal annars lögð á að efla félagsfærni, lýðræði og auka virkni og þátttöku. Frístundaheimilið starfar samkvæmt Starfsskrá frístundamiðstöðva.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • * Að veit barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning í frítímastarfi.
 • * Að efla félagsfærni barns með sérþarfir.
 • * Skipulagning, samráð og samvinna á starfinu við barnið og samstarfsfólk.
 • * Samskipti og samstarf við foreldra og fleiri.

Hæfniskröfur

 • * Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • * Reynsla og áhugi að vinna með barni með sérþarfir.
 • * Frumkvæði og sjálfsstæði.
 • * Færni í samskiptum.
 • * Góð íslenskukunnátta.
 • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 70%
Umsóknarfrestur: 20.10.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Gretarsdóttir í síma 411-5700 og tölvupósti steinunn.gretarsdottir@reykjavik.is.

Frístundamiðstöðin Tjörnin
við Háteigsveg
105 Reykjavík