Íþróttakennari - Árbæjarskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Árbæjarskóli, Rofabæ 34
 • 10/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Iðnaðarmenn

Um starfið

Árbæjarskóli

Íþróttakennari óskast til starfa í afleysingu til eins árs við Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru um 645 talsins en skólinn er safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 90 og er starfsandi mjög góður. Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu kennara, starfsþróun og fjölbreytta kennsluhætti. Boðið upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku erlendra nemenda og að þeir nái sem fyrst góðum tökum á íslenskri tungu. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun og vilja vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Starfið er laust frá 15. nóvember nk. Um er að ræða 70-100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast íþróttakennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
 • Vinnur að þróun skólastarfs með samstarfsmönnum og stjórnendum.
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans og tekur þátt í skólaþróunarvinnu.

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Menntun og hæfni til íþróttakennslu
 • Áhugi á að starfa með börnum
 • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á skólaþróun
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 70%
Umsóknarfrestur: 23.10.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Sturlaugsdóttir í síma 411-7700 og tölvupósti gudlaug.sturlaugsdottir@rvkskolar.is.

Árbæjarskóli
Rofabæ 34
110 Reykjavík