Aðstoðarmaður óskast á bráða- og göngudeild í Fossvogi

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 10/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Ertu jákvæður og með ríka þjónustulund?
Við óskum eftir aðstoðarmanni til starfa á bráða- og göngudeild G3 Fossvogi. Þar fer fram móttaka og hjúkrun sjúklinga vegna slysa og sjúkdóma. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust sem fyrst eða eftir samkomulagi. Deildin er opin alla daga ársins frá kl. 8:00-23:30. Unnið er á tvískiptum vöktum og aðra hverja helgi.

Á deildinni starfa um 45 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Bryndísi deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Flutningur sjúklinga innan deildar og milli deilda
» Halda deildinni snyrtilegri og hreinni
» Aðstoð við móttöku sjúklinga
» Önnur tilfallandi verkefni

» Flutningur sjúklinga innan deildar og milli deilda
» Halda deildinni snyrtilegri og hreinni
» Aðstoð við móttöku sjúklinga
» Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur » Góð íslenslukunnátta
» Jákvæðni og lipurð í samskiptum
» Rík þjónustulund
» Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár

» Góð íslenslukunnátta
» Jákvæðni og lipurð í samskiptum
» Rík þjónustulund
» Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 05.11.2018 Nánari upplýsingar Bryndís Guðjónsdóttir, bryngud@landspitali.is, 825 3777 Sólveig Wium, solwium@landspitali.is, 825 3786 LSH Bráða- og göngudeild Fossvogi 108 Reykjavík