Hjúkrunarfræðingur - Spennandi og lærdómsríkt starf á bráða- og göngudeild G3

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 10/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Á bráða- og göngudeild G3 fer fram móttaka og hjúkrun sjúklinga á öllum aldri vegna og slysa og sjúkdóma. Spennandi og áhugaverð verkefni og tækifæri til að þróast í starfi. Deildin er opin alla daga ársins frá kl. 8:00-23:30. Unnið er á tvískiptum vöktum. Auk þess mun hjúkrunarfræðingur sinna þessum sjúklingahópi á næturnar með viðveru á bráðadeild G2.

Vegna aukinna umsvifa viljum við fjölga í öflugum starfsmannahópi um 2 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er samkomulag, æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Við hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Deildin er þátttakandi í tilraunaverkefni innan Landspítala um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, með undirbúnings- og frágangstíma og viðbragðsvöktum sem hluta af vinnuskyldu. Markmið verkefnisins er að bæta mönnun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á sólarhringsdeildum í bráðaþjónustu.

Góður starfsandi er ríkjandi á deildinni. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
» Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur Landspítala
» Fylgjast með nýjungum á sviði hjúkrunar
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
» Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur Landspítala
» Fylgjast með nýjungum á sviði hjúkrunar
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Starfsreynsla æskileg
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Starfsreynsla æskileg
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsóknum fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 70 - 100% Umsóknarfrestur 05.11.2018 Nánari upplýsingar Bryndís Guðjónsdóttir, bryngud@landspitali.is, 825 3777 Sólveig Wium, solwium@landspitali.is, 825 3786 LSH Bráða- og göngudeild Fossvogi 108 Reykjavík