Atferlisþjálfun/sérkennsla – Vinagerði

 • Reykjavíkurborg
 • Leikskólinn Vinagerði., Langagerði 1
 • 10/10/2018
Hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Vinagerði

Einstaklingur með háskólamenntun á sviði leikskólasérkennslu, þroskaþjálfunar eða sálfræði óskast til starfa við atferlisþjálfun/sérkennslu í leikskólanum Vinagerði, Langagerði 1, 108 Reykjavík.

Við óskum eftir starfsmanni í krefjandi og spennandi starf. Um er að ræða atferlisþjálfun barns með einhverfu. Starfsmaðurinn fær leiðsögn við að beita aðferðum hagnýtrar atferslisgreiningar við þjálfun barnsins. Markviss ráðgjöf og eftirfylgd í starfi. Auk þess fær starfsmaðurinn tækifæri til að fara á námskeið til að auka þekkingu sína varðandi starfið. Unnið er í nánu samstarfi við foreldra, atferlisráðgjafa og samstarfsfólk í leikskólanum.

Vinagerði er þriggja deilda leikskóli með 62 börnum. Leiðarljós leikskólans eru gleði, hvatning og nærgætni. Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan. Marvisst er unnið með umhverfismennt og að börn verði læs á umhverfi sitt. Nýr leikskólastjóri hefur tekið við störfum og hvetur alla áhugasama til að vera í sambandi og koma og skoða hjá okkur í Vinagerði.

Um er að ræða 50-100% starf og er starfið laust strax eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni atferlisþjálfun.
 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sérkennslu æskileg
 • Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélagi.

Starfshlutfall: 0%
Umsóknarfrestur: 24.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Ingvadóttir í síma 553-8085 EÐA 664-8168 og tölvupósti harpa.ingvadottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Vinagerði.
Langagerði 1
108 Reykjavík