Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi - Tjörnin

 • Reykjavíkurborg
 • Frístundaheimili í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, Frostaskjóli 2
 • 10/10/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Tjörnin - Barnastarf

Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019.

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar og býður upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur.

Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur, en þeir eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks.

Frístundamiðstöðin í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum starfrækir frístundaheimilin Draumaland við Austurbæjarskóla, Eldflaugina við Hlíðaskóla, Frostheima f. börn úr 3. og 4. bekk Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla, Halastjörnuna við Háteigsskóla, Skýjaborgir við Vesturbæjarskóla, Undraland við Grandaskóla og Selið við Melaskóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
 • * Leiðbeina börnum í leik og starfi.
 • * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
 • * Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins.

Hæfniskröfur

 • * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • * Áhugi á að vinna með börnum.
 • * Frumkvæði og sjálfstæði.
 • * Færni í samskiptum
 • Í boði eru hlutastörf 30-50% eftir hádegi.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 24.10.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Gretarsdóttir í síma 411-5700 og tölvupósti steinunn.gretarsdottir@reykjavik.is.

Frístundaheimili í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum
Frostaskjóli 2
107 Reykjavík