Stuðningsfulltrúar - Mýrarás

 • Reykjavíkurborg
 • , Hraunbæ 115
 • 10/10/2018
Hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Sambýli Mýrarás 2

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts óskar eftir því að ráða stuðningsfulltrúa á heimili fyrir fatlað fólk í Árbæ.

Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu. Annars vegar þar sem unnið er aðra hvora helgi og tvær vaktir í mánuði. Hins vegar þar sem unnið er aðra hvora helgi.

Leitast er eftir að skapa jákvætt og heilsueflandi starfsumhverfi sem skilar sér í gæði þjónustu við íbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
 • • Stuðningur og aðstoð við íbúa við allar athafnir daglegs lífs.
 • • Aðstoðar íbúa varðandi félagslega og heilsufarslega þætti.
 • • Unnið eftir einstaklingsbundnum áætlunum og einstaklingsbundnum þjónustuáætlunum.

Hæfniskröfur

 • • Góð almenn menntun.
 • • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
 • • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 34%
Umsóknarfrestur: 23.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Jónína Þórisdóttir í síma 557-8020 / 664-7075 og tölvupósti hildur.jonina.thorisdottir@reykjavik.is.


Hraunbæ 115
110 Reykjavík