Verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa

 • Reykjavíkurborg
 • Skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12-14
 • 10/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Skipulagsfulltrúi

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða arkitekt, landslagsarkitekt eða skipulagsfræðing í verkefnastjórn hjá embættinu.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir verkefnisstjóra til starfa hjá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík. Skipulagsfulltrúi starfar skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Hann hefur m.a. umsjón með skipulagsgerð, gefur út framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með þeim framkvæmdum. Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á gerð skipulagsáætlana, embættisafgreiðslum í umboði skipulagsráðs og eftirfylgni á stefnumótun og ákvörðunum ráðsins.

Við leitum að öflugum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skipulagsvinnu sem hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og er mjög fær í teymisvinnu. Vinnan krefst víðtækrar faglegrar þekkingar, skipulagshæfni, frumleika og nákvæmni. Um er að ræða starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi með nýsköpun og framsækni í skipulagsgerð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Vinna að fjölbreyttum verkefnum sem varða skipulag byggðar og borgarumhverfis með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi.
 • • Verkefnisstjórn, teymisvinna og umsjón með viðamiklum verkefnum og skipulagsáætlunum.
 • • Gerð umsagna vegna skipulagserinda og byggingarleyfisumsókna.
 • • Greiningarvinna og undirbúningur skipulagsvinnu í grónum hverfum.
 • • Samskipti, ráðgjöf og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis um hverfisskipulagsmál.
 • • Umsjón með og þátttaka í verkefnateymum á vegum skipulagsfulltrúa og/eða umhverfis- og skipulagssviðs.
 • • Ýmis tilfallandi verkefni tengd skipulags- og umhverfismálum borgarinnar sem eru á verksviði embættis skipulagsfulltrúa.

Hæfniskröfur

 • • Háskólamenntun í samræmi við 5.mgr. 7.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 • • Reynsla af deiliskipulagsgerð og málsmeðferð skipulagsáætlana er kostur.
 • • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • • Hæfni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum.
 • • Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
 • • Geta unnið vel undir álagi.
 • • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum og þekking á hönnunar-, umbrots-, og teikniforritum.
 • • Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka.
 • Samstarfsaðilar eru sérfræðingar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfis- og skipulagssviði, fagaðilar, fagráð og kjörnir fulltrúar, önnur svið og stofnanir Reykjavíkurborgar, starfsmenn ríkisstofnana,viðskiptavinir og önnur sveitarfélög.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og FÍN

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 29.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Axelsson í síma og tölvupósti bjorn.axelsson@reykjavik.is.

Skipulagsfulltrúi
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík