Laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra framkvæmda hjá sveitarfélaginu Norðurþingi

 • Norðurþing
 • 30/10/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Skrifstofustörf Önnur störf

Um starfið

Helstu verkefni:

 • Verkefnastjórnun framkvæmda og annara verkefna á vegum Orkuveitu Húsavíkur og skipulags- og framkvæmdasviðs Norðurþings
 • Verkeftirlit, eftirfylgni og verkstýring með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins
 • Skipulagning samskipta og samræming samstarfsaðila í stórum verkefnum
 • Samskipti við hagsmunaaðila, þjónustuaðila, verktaka og íbúa Norðurþings tengd framkvæmdum og þjónustu á sviðinu
 • Umsjón með gerð útboðsgagna, opnun tilboða og gerð verksamninga.
 • Eftirlit með kostnaði ásamt kostnaðartengdri greiningarvinnu og skýrslugerð vegna verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins
 • Aðstoð við stefnumótun og gerð fjárhags-, starfs- og verkáætlana á skipulags- og framkvæmdasviðiMenntunar- og hæfniskröfur
 •  
 • Iðn- eða tæknimenntun er nauðsynleg
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Reynsla af utanumhaldi með verklegum framkvæmdum
 • Reynsla af meðhöndlun teikninga og verklegra gagna
 • Reynsla og góð þekking á meðhöndlun talnagagna og notkun á þeim
 • Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir
 • Reynsla af notkun mælitækja og landupplýsingakerfa er kostur
 • Þekking á rekstrarumhverfi og framkvæmdum sveitarfélaga er kostur
 • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
 • Frumkvæði og drifkraftur