Stuðningsfulltrúi - Árbæjarskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Árbæjarskóli, Rofabæ 34
 • 11/10/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Árbæjarskóli - Sérkennsla

Laus er til umsóknar 70-100% staða stuðningsfulltrúa í Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru um 650 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 90 og er starfsandi mjög góður. Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu kennara, starfsþróun og fjölbreytta kennsluhætti. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku erlendra nemenda og að þeir nái sem fyrst góðum tökum á íslenskri tungu. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og þekkingu sem nýtist í skólastarfi og vill vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð í skólastarfinu.
 • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
 • Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum skólanámskrár/einstaklingsnámskrár undir leiðsögn kennara og deildarstjóra stoðþjónustu.
 • Styður við nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af því að vinna með börnum í grunn- eða leikskóla.
 • Áhugi á því að vinna með börnum og taka þátt í skapandi skólastarfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 24.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Sturlaugsdóttir í síma 411-7700 og tölvupósti gudlaug.sturlaugsdottir@rvkskolar.is.

Árbæjarskóli
Rofabæ 34
110 Reykjavík