Atferlisþjálfun/sérkennsla - Sunnuás

 • Reykjavíkurborg
 • Sunnuás, Dyngjuvegi 18
 • 11/10/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Sunnuás

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa í leikskólanum Sunnuás, Dyngjuvegi 18, 104 Reykjavík. Um er að ræða 50-100% starf við heildstæða atferlisíhlutun fyrir börn. Unnið er í teymi með foreldrum, sérkennslustjóra leikskólans og ráðgjöfum frá Þjónustumiðstöð og Greiningarstöð.

Sunnuás er sjö deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og samskipti. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp gott leikskólasamfélag. Tvær smábarnadeildir eru starfandi við skólann en Sunnuás tekur þátt í verkefninu Brúum bilið.

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni með sérþarfir atferlisþjálfun, leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sérkennslu æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 25.10.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Jóna Hilmisdóttir í síma 411-3520 og tölvupósti inga.jona.hilmisdottir@reykjavik.is.

Sunnuás
Dyngjuvegi 18
104 Reykjavík