RAFVIRKI - SUNNANVERÐIR VESTFIRÐIR

 • Fast ráðningar
 • 12/10/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða metnaðarfullan og ábyrgan starfsmann í spennandi framtíðarstarf á veitusviði.  Í boði er áhugavert starfs umhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum.
 

Starfsmaðurinn verður hluti af vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða með höfuðstöðvar á Patreksfirði. Starfsumhverfið er sunnanverðir Vestfirðir.  Næsti yfirmaður er svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða á Patreksfirði.

Helstu verkefni:

 • Fjölbreytt verkefni í flutnings- og dreifikerfi
 • Nýframkvæmdir
 • Viðhald á háspennu- og lágspennubúnaði
 • Reglubundið eftirlit í veitukerfi


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Almenn tölvufærni
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Færni í samskiptum
 • Reynsla af veitustarfsemi er kostur 


Orkubúið sinnir alhliða orkuvinnslu á Vestfjörðum ásamt dreifingu orkunnar til kaupenda hennar.  Starfsmenn eru um 70 talsins og er hópurinn samheldinn og metnaður mikill.  Ef þú vilt starfa hjá traustu og framsýnu fyrirtæki og búa í návígi við ægifagra náttúru er þetta tækifærið þitt! 

Orkubúið vill fjölga konum í störfum hjá fyrirtækinu.  Konur sem og karlar eru því hvött til að sækja um ofangreint starf.

Allar nánari upplýsingar veitir Lind í síma 552-1606 eða lind@fastradningar.is 


Ekki hika við að hafa samband, fullur trúnaður og við tökum alltaf vel á móti þér.  
 

Umsóknarfrestur til og með 1. nóvember

Sækja um