Leikskólasérkennari - HOLT

 • Reykjavíkurborg
 • Leikskólinn Holt, Völvufelli 9
 • 12/10/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Holt

Leikskólinn Holt auglýsir eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með sambærilega menntun til starfa.

Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í þróunarverkefninu "Okkar mál" en það byggir á samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Við erum í samvinnu með talmeinafræðingum um málörvun barna og fræðslu fyrir starfsfólk. Að auki erum við að vinna með tannvernd, nýjar leiðir í foreldrasamstarfi og innleiðingu á kennslu með spjaldtölvum.

Við erum í tilraunaverkefni með opnun á ungbarnadeild í Litla-Holti.

Nýtt tilraunaverkefni er að fara af stað, það miðar að því að fjölga leikskólakennurum og styðja enn frekar við börn og starfsmenn af erlendum uppruna í leikskólanum.

Leikskólakennarar með leyfisbréf munu fá sérstaka aukagreiðslu ofan á laun fyrstu 6 mánuðina í starfi og áframhaldandi viðbótagreiðslur til ársloka 2020.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun.
 • Reynsla af sérkennslu æskileg.
 • Lipurð í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Stundvísi.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélagi

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 25.10.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir í síma 693-9882 og tölvupósti halldora.bjorg.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Holt
Völvufelli 9
111 Reykjavík