Sumarstörf hjá WOW air 2019 - Flugliðar

 • WOW air
 • 12/10/2018
Sumarstarf Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Viltu vinna skýjum ofar?

Við höldum áfram að leita að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að bætast við í okkar frábæra hóp flugliða fyrir sumarið 2019. Í boði verða sumarstörf á tímabilinu maí til október.

Áhugasamir þurfa að hafa hreint sakavottorð, bílpróf, vera heilsuhraustir og fæddir eigi síðar en árið 1998. Kröfur eru gerðar um stúdentspróf eða sambærilega iðngráðu og góð enskukunnátta er skilyrði. Önnur tungumálakunnátta kemur sér einnig vel.

 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Öryggismál í farþegarýmum flugvéla WOW air
 • Þjónusta og samskipti við farþega 
 • Önnur tengd störf 

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði
 • Gott vald á ensku er skilyrði
 • Framúrskarandi þjónustulund, jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á fólki af öllum þjóðernum og gerðum
 • Frumkvæði í starfi og geta til að vinna vel í teymi
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur og án langvarandi heilsufarsvandamála

Við förum í vinnuna á öllum tímum sólarhringsins og því er nauðsynlegt hafa bíl til umráða.

Athugið að eingöngu er um 100% starf að ræða.
 

UMSÓKN ÞARF AÐ FYLGJA:

 • Ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
 • Mynd af umsækjanda, í lit með hvítum bakgrunni í 600x600 píxla upplausn. Myndin þarf að vera á JPEG (.jpg) formati.
 • Sakavottorð
 • Ljósrit af vegabréfi
 • Afrit af stúdentsskírteini eða öðru sambærilegu prófskírteini
 • Afrit af Attestation of Initial training hafi umsækjandi lokið grunnþjálfun


AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1500 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2018. Eingöngu er tekið á  móti umsóknum í gegnum vefinn okkar, www.wowair.is/starf. Hægt er að senda fyrirspurnir um störfin á starf@wow.is.

Vinsamlegast athugið að öllum umsækjendum verður svarað, en óvíst er hvenær það verður.

Umsóknarfrestur til og með 12. nóvember 2018Sækja um