Gæða- og öryggisstjóri / persónuverndarfulltrúi

  • Þjóðskrá Íslands
  • 12/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Gæða- og öryggisstjóri / persónuverndarfulltrúi

Við leitum að gæða- og öryggisstjóra sem mun einnig gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa á skrifstofu forstjóra hjá Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Helstu verkefni:
• Hefur umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæða- og öryggiskerfis og ber ábyrgð á að kerfið sé samofið starfsemi stofnunarinnar.
• Sér um að viðhalda vottuðu stjórnkerfi upplýsingaöryggis og stýrir innri úttektum.
• Stýrir dagskrá öryggismála, fylgir eftir umbótastarfi og skipuleggur vinnuhópa.
• Leggur fram tillögur að fræðslu sem tengist gæða- og öryggiskerfinu, annast kynningar eftir því sem við á.
• Hefur eftirlit með að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við persónuverndarlög.
• Sinnir innra eftirliti, upplýsir,ráðleggur og kemur á framfæri tillögum á grundvelli persónuverndarlöggjafar og er tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd. 
• Sér um að efla persónuverndarmenningu innan stofnunarinnar.

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
• Þekking á ISO27001 er skilyrði
• Haldgóð þekking á persónuverndarlögum er skilyrði 
• Starfsreynsla í upplýsingatækni er kostur
• Gerð er rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð samskiptahæfni

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. 

Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. 

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 29. okt 2018.   

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir mannauðsteymi, netfang starfsumsoknir@skra.is

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.