Umsjón fasteigna - Ert þú rétti aðilinn?

  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • 12/10/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að:

Handlögnum einstaklingi í framtíðarstarf til að annast viðhald og rekstur fasteigna.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni, svo sem umsjón með fasteignum stofnunarinnar, samskipti við verktaka, umsjón með öryggiskerfi og aðgangsstýringum auk þess að halda utan um verklegar framkvæmdir.

Æskilegt er að viðkomandi þekki til gæðakerfa og öryggismála.

Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni og góða þjónustulund.

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2018

Umsóknir sendist á starf@nmi.is

Upplýsingar um starfið veita:
Sigríður Ingvarsdóttir, si@nmi.is og Jón Hreinsson, jonhr@nmi.is.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.

Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði á grundvelli rannsókna og þróunar.

Upplýsingar um starfsemina er að finna á www.nmi.is.