Tæknimaður

 • Samhentir - Umbúðalausnir
 • 12/10/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Samhentir leita að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi okkar,til að hafa yfirumsjón með viðhalds og varahlutaþjónustu félagsins.


Viðkomandi einstaklingur þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni.


Helstu verkefni:

 • Samskipti við innlenda og erlenda birgja •
 • Móttaka á þjónustubeiðnum frá viðskiptavinum
 • Umsjón með varahlutalager og pöntunum. 
 • Umsjón með reikningagerð vegna þjónustu við viðskiptavini.
 • Umsjón með verkbókhaldi

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Vélfræðingur, vélstjóri, sambærileg iðn eða tæknimenntun 
 • Ökuréttindi 
 • Staðgóð þekking á vél og rafmagnsbúnaði 
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, töluð og rituð 
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Snyrtimennska í umgengni við vélar og tæki

Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki sem leggur metnað í þjálfun og starfsþróun sinna starfsmanna.


Samhentir hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins, vönduðu og reynslumiklu starfsfólki ásamt áherslu á gæði og nýjungar. Hjá félaginu starfa 40 manns.


Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf Nánari upplýsingar veitir Bjarni Hrafnsson (bjarni@samhentir.is)