Viðskiptastjóri á Lyfjasviði ( Key Account Manager )

 • Icepharma
 • 12/10/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Icepharma leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í spennandi starf

 

Viðskiptastjóri á Lyfjasviði (Key Account Manager)

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Kynningar og sala á lyfjum
 • Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til heilbrigðisstarfsfólks og apóteka
 • Markaðssetning lyfja, gerð auglýsinga og markaðsefnis
 • Samskipti við erlenda birgja
 • Verkefnastýring og þátttaka í útboðum
 • Markaðsgreiningar og áætlanagerð
 • Þátttaka í og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis og erlendis

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða náttúruvísinda (t.d. lyfjafræði, hjúkrunarfræði, líffræði)
 • Reynsla af sölu og markaðsstarfi, viðskiptastjórn og sölu heilbrigðisvara eða lyfja
 • Jákvæðni, framúrskarandi færni og áhugi á mannlegum samskiptum og tengslamyndun
 • Góð greiningarhæfni og eiginleiki til að túlka og leggja fram niðurstöður og tillögur
 • Fagmennska og frumkvæði
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma, bessi@icepharma.is.

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.

Umsóknarfrestur er til 22. október 2018.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.