VILT ÞÚ VERÐA VEFSTJÓRI HÁSKÓLA ÍSLANDS?

  • Háskóli Íslands
  • 12/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Háskóli Íslands leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í að þróa áfram einn efnismesta og fjölsóttasta vef landsins.

Starfssvið

Starf vefstjóra Háskóla Íslands felur í sér yfirsýn og ábyrgð viðamikilla verkefna er lúta að vefsvæðum skólans og samfélagsmiðlum. Vefstjóri hefur yfirumsjón með þróun og nýsmíði vefja skólans. Hann stýrir samskiptum við vefteymi upplýsingatæknisviðs, vefstjóra sviða og deilda, vefritara skólans og háskólasamfélagið sjálft, sem og aðra sem koma að vefmálum við Háskóla Íslands. 

Vefstjóri Háskóla Íslands er starfsmaður markaðs- og samskiptasviðs og vinnur náið með vefritstjórum skólans, upplýsingatæknisviði, forriturum, vefhönnuðum,  kynningarstjórum fræðasviða skólans og öðrum aðilum á sviði vefmála, jafnt innan og utan Háskólans. 

Vefstjóri ber ábyrgð á stefnu og framtíðarsýn fyrir vefsamfélag háskólans sem er eitt hið stærsta á landinu. Hann hefur yfirumsjón með námskeiðum og kennslu á Drupal-vefumsjónarkerfið. 

Háskóli Íslands leggur gríðarlega áherslu á vefmiðlun og gæði vefja sinna enda hafa vefir skólans hlotið viðurkenningar og tilnefningar fyrir að skara fram úr í íslenskum vefheimi. 

Hæfniskröfur

•         Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi 
•         Haldbær reynsla af vefstjórnun viðamikilla vefsvæða
•         Reynsla af notkun og innleiðingu vefumsjónarkerfa
•         Frumkvæði í stafi og framúrskarandi samskiptahæfileikar
•         Færni í framsetningu efnis fyrir vefi, úrlestri og nýtingu vefmælinga og í leitarvélabestun
•         Færni og skilningur á notkun samfélagsmiðla og markaðssetningu á netinu
•         Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli 
•         Reynsla af myndvinnslu og þekking á html er kostur
•         Þekking á Drupal-vefumsjónarkerfinu er kostur

Umsóknaferli

Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi. Háskólinn menntar fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og er þannig undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Háskóli Íslands leggur höfuðáherslu á gæði í kennslu, metnað í rannsóknum og markvissa nýsköpun. Þetta þrennt hefur komið Háskólanum í fremstu röð samkvæmt alþjóðlegum mælingum.  Starfsánægja er mjög mikil við Háskóla Íslands og hefur aukist undanfarin ár en við skólann starfa nú um 1600 manns. Nemendur eru um 13 þúsund.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasvið, jonorn@hi.is