Kópavogsbær óskar eftir deildarstjóra launadeildar

  • Kópavogsbær
  • 12/10/2018
Fullt starf Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Á starfsmanna- og launadeild Kópavogsbæjar starfa 13 starfsmenn og þar af sinna sjö þeirra launavinnslu til um 3000 starfsmanna mánaðarlega. Unnið er samkvæmt verkferlum í vottuðu gæðakerfi. Öflugur og samhentur hópur starfsmanna starfar á bæjarskrifstofum Kópavogs.

Ráðningartími

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg

· Reynsla af launavinnslu skilyrði.

· Þekking á mannauðs- og launakerfi SAP æskileg.

· Þekking af starfsemi sveitarfélaga er kostur.

· Stjórnunarreynsla er kostur.

· Góð samskipta- og samstarfshæfni.

· Góð þekking á töflureikni.

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni

· Stýrir starfsemi launadeildar.

· Veitir stjórnendum ráðgjöf varðandi launavinnslu.

· Annast launasetningar skv. kjarasamningum og starfsmati.

· Veitir ráðgjöf varðandi kjarasamninga og starfsmat, framkvæmd þeirra og túlkun.

· Veitir ráðgjöf og kennslu á launakerfi bæjarins.

· Ber ábyrgð á öflun stjórnendaupplýsinga úr launa- og mannauðskerfi.

· Tölfræðilegar úttektir og greinargerðir vegna kjarasamninga, starfsmats og launa.

· Annast undirbúning fyrir launaáætlun.

· Annast skil á launagögnum og uppgjöri til bókhalds og endurskoðunar.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags innan BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.

Upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Einarsson, starfsmannastjóri í síma 441-0000. Einnig má senda fyrirspurnir á steini@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar