Úttektarmaður í flugtengdri starfssemi

 • Air Iceland Connect
 • 12/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Ferðaþjónusta Sérfræðingar

Um starfið

Air Iceland Connect leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa í gæða- og öryggisdeild til að sinna gæðaúttektum á flugtengdri starfsemi.

Starfið: 

 • Ábyrgð á og framkvæmd úttekta og skoðana í samræmi við úttektaráætlun félagsins
 • Viðkomandi vinnur náið með gæða- og öryggisstjóra fyrirtækisins
 • Starfsstöð er á Reykjavíkurflugvelli
 • Möguleiki er á hlutastarfi

Hæfniskröfur:

 • Flugtengd menntun sem nýtist í starfi ásamt þekkingu og reynslu af gæðamálum
 • Þekking á lögum og reglugerðum er lúta að starfinu
 • Jákvætt hugarfar og góð samskiptahæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Heiðarleiki og nákvæmni í vinnubrögðum

 Umsóknarfrestur er til og með 25. október. Ferilskrá og kynningarbréfi fylgi umsókn.  

Nánari upplýsingar veitir Arna Ómarsdóttir gæða- og öryggisstjóri, arnao@airicelandconnect.is