Stuðningsaðilar óskast í liðveislu

  • Seltjarnarnesbær
  • 19/10/2018
Fullt starf / hlutastarf Ráðgjafar Sérfræðingar Umönnun og aðstoð Önnur störf

Um starfið

Félagsþjónusta Seltjarnarness auglýsir eftir traustu og jákvæðu fólki, 18 ára og eldra, til starfa við liðveislu með fötluðum, bæði börnum, ungmennum og fullorðnum.

Við óskum eftir persónulegum ráðgjafa í starf með einstaklingum undir 18 ára og tilsjónaraðila sem gæti sinnt aðstoð við fullorðna.

Tímafjöldi á mánuði er einstaklingsbundinn og er á bilinu 8 til 20 tímar.

Um er að ræða dagvinnu, síðdegis vinnu sem og helgarvinnu, allt eftir þörfum hvers og eins.

 

Helstu verkefni

· Að rjúfa félagslega einangrun og efla og styrkja einstaklinginn í félags- og tómstundarstarfi

· Aðstoð við daglegt líf

· Létt aðstoð inn á heimiliog í samræmi við óskir og þarfir þjónustuþegans.

· Um er að ræða skemmtilegt, gefandi og fjölbreytt starf.

 

Hæfniskröfur

· Góð færni í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla og kunnátta í störfum með fötluðu fólki jafnt sem ófötluðu er æskileg en ekki skilyrði

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu Seltjarnarness þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá.

 

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is - störf í boði.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2018.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jónsdóttir í síma 665-7253 kristinj@seltjarnarnes.i eða Ástríður Halldórsdóttir í síma 665 - 7254 astridurh@seltjarnarnes.is

 

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF