Lyfjafræðingur

  • Velferðarráðuneytið
  • 26/10/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Rannsóknir Sérfræðingar

Um starfið

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lyfjafræðings á skrifstofu gæða og forvarna. 
Meginhlutverk skrifstofunnar er að taka þátt í mótun stefnu stjórnvalda á málasviði skrifstofunnar. Enn fremur er skrifstofunni ætlað að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir m.a. með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða ásamt þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við stofnanir og samtök á málasviðum skrifstofunnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Skrifstofan annast verkefni er varða gæði, öryggi og eftirlit í heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og forvarnir, þar með talið sóttvarnir og geislavarnir. Einnig eru á hennar sviði lífvísindi, sjúkraskrár og gagnasöfn í heilbrigðisþjónustu, lækningatæki, lyf, ávana- og fíkniefni, starfsréttindi heilbrigðisstétta, þekkingarþróun og vísindarannsóknir. Helstu verkefni lyfjafræðings snúa að lyfjamálum og öðrum málefnum tengdum lyfjamálum, þátttöku í samningu lagafrumvarpa og reglugerða á sviði lyfjamála, ráðgjöf og þátttöku í stefnumótun og erlendu samstarfi. 

Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Hæfnikröfur
Meistaragráða í lyfjafræði.
Starfsreynsla sem nýtist í starfi.
Jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum. 
Þekking og áhugi á heilbrigðismálum. 
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og hæfni til að vinna í teymi. 
Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Góð kunnátta í ensku skilyrði og vald á einu Norðurlandamáli er kostur. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Ráðuneytið hvetur áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns, að sækja um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Heimasíða velferðarráðuneytisins

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Björnsdóttir - margret.bjornsdottir@vel.is - 5458100
Einar Magnússon - einar.magnusson@vel.is - 5458100