Deildarstjóri reikningsskila og fjárstýringar

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 28/10/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Starf deildarstjóra reikningsskila og fjárstýringar á fjármálasviði Landspítala er laust til umsóknar frá 1. janúar 2019. Markmið starfsins er að tryggja bestu mögulegu nýtingu fjármuna Landspítala og vandaða og tímanlega upplýsingagjöf inn á við og út á við.

Leitað er að öflugum einstaklingi með marktæka reynslu af fjármálastjórnun og víðtæka þekkingu á reikningsskilum. Deildarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs og tekur þátt í stjórnun og stefnumótun fjármálasviðs. Ráðið er í starfið til fimm ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni deildarinnar og ábyrgð deildarstjóra er gerð reikningsskila spítalans, þ.m.t. mánaðaruppgjöra, hálfsársuppgjörs og ársreiknings, ásamt fjárstýringu og innheimtu viðskiptakrafna og umsjón gjaldskrár vegna sölu á þjónustu.
Á deildinni starfa um 14 starfsmenn og deildarstjóri ber þríþætta ábyrgð í samræmi við ábyrgðasvið stjórnenda á LSH, þ.e. starfsmannaábyrgð, fjárhagslega ábyrgð og faglega ábyrgð. Deildastjóri ber einnig ábyrgð á samskiptum við deildir spítalans og við aðrar stofnanir, auk gæðaeftirlits, umbótastarfs og starfsmannaþróunar. Áhersla er lögð á árangursrík samskipti og góða þjónustu við öll svið spítalans og aðra hagsmunaaðila.

Helstu verkefni deildarinnar og ábyrgð deildarstjóra er gerð reikningsskila spítalans, þ.m.t. mánaðaruppgjöra, hálfsársuppgjörs og ársreiknings, ásamt fjárstýringu og innheimtu viðskiptakrafna og umsjón gjaldskrár vegna sölu á þjónustu.
Á deildinni starfa um 14 starfsmenn og deildarstjóri ber þríþætta ábyrgð í samræmi við ábyrgðasvið stjórnenda á LSH, þ.e. starfsmannaábyrgð, fjárhagslega ábyrgð og faglega ábyrgð. Deildastjóri ber einnig ábyrgð á samskiptum við deildir spítalans og við aðrar stofnanir, auk gæðaeftirlits, umbótastarfs og starfsmannaþróunar. Áhersla er lögð á árangursrík samskipti og góða þjónustu við öll svið spítalans og aðra hagsmunaaðila.

Hæfnikröfur » Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða sambærileg menntun
» Viðeigandi menntun og reynsla í gerð reikningsskila er nauðsynleg
» Löggilding í endurskoðun eða meistarapróf í endurskoðun og reikningshaldi er kostur
» Þekking á lögum og reglum um reikningsskil og á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
» Reynsla af opinberum fjármálum og þekking á lögum nr. 123/2015 er kostur
» Stjórnunarreynsla er skilyrði, sem og færni í aðferðum mannauðsstjórnunar við daglega stjórnun
» Góð færni í íslensku og ensku
» Góð tölvukunnátta
» Frumkvæði og metnaður
» Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

» Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða sambærileg menntun
» Viðeigandi menntun og reynsla í gerð reikningsskila er nauðsynleg
» Löggilding í endurskoðun eða meistarapróf í endurskoðun og reikningshaldi er kostur
» Þekking á lögum og reglum um reikningsskil og á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
» Reynsla af opinberum fjármálum og þekking á lögum nr. 123/2015 er kostur
» Stjórnunarreynsla er skilyrði, sem og færni í aðferðum mannauðsstjórnunar við daglega stjórnun
» Góð færni í íslensku og ensku
» Góð tölvukunnátta
» Frumkvæði og metnaður
» Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 12.11.2018 Nánari upplýsingar Rúnar Bjarni Jóhannsson, runarbj@landspitali.is, 543 1129/ 824 5975 LSH Skrifstofa fjármálasviðs Eiríksgötu 5 101 Reykjavík