Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi óskast á næturvaktir á Laugarásinn meðferðargeðdeild

  • Landspítali
  • Laugarásvegi 71, 104 Reykjavík
  • 01/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Ráðgjafi/stuðningsfulltrúi óskast til starfa á næturvaktir á Laugarásinn meðferðargeðdeild á geðsviði Landspítala. Starfshlutfall er samkomulag en æskilegt 80%. Starfið er laust sem fyrst, frá 1. desember 2018 eða 1. janúar 2019.

Deildin er mjög sérhæfð þar sem fram fer fjölbreytt meðferðarstarf fyrir einstaklinga á aldrinum 18-25 ára sem eru nýlega greindir með geðrofssjúkdóm. Starfsemi deildarinnar einkennist af góðum starfsanda, einnig virkri og stöðugri framþróun.
Laugarásinn er opin meðferðargeðdeild sem sinnir 100-120 einstaklingum á hverjum tíma með sólarhringsþjónustu eða á dagdeild. Deildin er staðsett á Laugarásvegi 71.

Helstu verkefni og ábyrgð » Vinna með unga einstaklinga með geðrænar raskanir
» Sérhæfð verkefni sem tengjast starfi á næturvöktum
» Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
» Ýmis fjölþætt og mikilvæg verkefni sem starfsemi deildarinnar felur í sér

» Vinna með unga einstaklinga með geðrænar raskanir
» Sérhæfð verkefni sem tengjast starfi á næturvöktum
» Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
» Ýmis fjölþætt og mikilvæg verkefni sem starfsemi deildarinnar felur í sér

Hæfnikröfur » Stúdentspróf að lágmarki og viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
» Lögð er áhersla á góða samstarfshæfni, mikla færni í mannlegum samskiptum, skapandi hugsun og það að geta sýnt frumkvæði í starfi
» Jákvætt hugarfar, sterk sjálfsmynd, metnaður og áhugi fyrir því að starfa við að aðstoða unga einstaklinga
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

» Stúdentspróf að lágmarki og viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
» Lögð er áhersla á góða samstarfshæfni, mikla færni í mannlegum samskiptum, skapandi hugsun og það að geta sýnt frumkvæði í starfi
» Jákvætt hugarfar, sterk sjálfsmynd, metnaður og áhugi fyrir því að starfa við að aðstoða unga einstaklinga
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 40 - 80% Umsóknarfrestur 23.11.2018 Nánari upplýsingar Magnús Ólafsson, magnuso@landspitali.is, 824 5537 LSH Laugarásinn meðferðargeðdeild Laugarásvegi 71 104 Reykjavík