Leikskólakennari - Laugasól

  • Reykjavíkurborg
  • Leikskólinn Laugasól, v/ Leirulæk
  • 01/11/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Laugasól

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Laugasól.

Laugasól er sjö deilda leikskóli við Leirulæk, í næsta nágrenni við Laugardalinn og stutt er í fjöruna og miðbæinn. Leiðarljós leikskólans eru virðing, fjölbreytileiki og sköpun. Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt.

Við notum að mestu opinn efnivið sem er þroskandi og fjölbreytilegur. Unnið er með verðlaust efni og einnig er notað ýmislegt sem finnst í náttúrunni. Lóðir leikskólans eru rúmgóðar og fjölbreytt svæði eru innan lóðanna eins og náttúruleiksvæði sem býður upp á annars konar leiki og klifur. Áherslan er á sköpunarferlið sjálft og námið sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Endurvinnsla og endurnýting er alltaf í gangi og í stöðugri þróun. Laugasól er Grænfánaskóli.

Laugasól er lærdómssamfélag þar sem metnaður, áhugi og samtal eiga sér stað og hver lærir af öðrum til að bæta árangur í starfi. Í leikskólanum er hátt hlutfall leikskólakennara.

Allar upplýsingar um innra starf leikskólans má finna á heimsíðu leikskólans www.laugasol.is

Starfið er laust 1. desember nk., eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 14.11.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Ingvadóttir í síma 411-3500 og tölvupósti helga.ingvadottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Laugasól
v/ Leirulæk
105 Reykjavík