Sviðsstjóri þjónustusviðs

  • Þjóðskrá Íslands
  • 02/11/2018
Fullt starf Stjórnendur Upplýsingatækni Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum stjórnanda til að leiða þjónustusvið Þjóðskrár Íslands.  Þjónustusvið er nýtt svið innan stofnunarinnar sem ber ábyrgð á þjónustuferlum hennar.    Undir sviðið heyrir þjónustuver, afgreiðsla, tölvurekstrarþjónusta, miðlun og aðgengi skráningargagna, tölfræðivinnsla, vöruþróun, almannatengsl  fyrir stofnunina ásamt fleiru.  Á sviðinu starfa um 25 starfsmenn, í Reykjavík og á Akureyri. Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri og stýringu sviðsins ásamt yfirumsjón með samningum við ytri aðila og þróun þjónustu. Um er að ræða spennandi starf þar sem viðkomandi gefst tækifæri á að þróa og innleiða nýja ferla og bæta vinnulag við innri og ytri þjónustu Þjóðskrár Íslands.  

Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.

Helstu verkefni:
• Stefnumótun í þjónustuveitingu stofnunarinnar
• Samstarf við önnur svið stofnunarinnar.
• Samskipti við önnur opinber stjórnvöld, hagsmunaaðila og viðskiptavini
• Mótun nýs sviðs
• Daglegur rekstur, skipulagning og umsjón með starfsemi þjónustusviðs 

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
• Haldgóð reynsla í þjónustustýringu  
• Haldgóð þekking á tölvu- og upplýsingatækni kostur  
• Að minnsta kosti 3-5 ára haldgóð reynsla af stjórnun með mannaforráði er skilyrði
• Þekking á ISO27001 er kostur
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni 
• Góðir skipulagshæfileikar, leiðtogahæfni og drifkraftur í starfi.  
• Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til framúrskarandi þjónustuveitingar

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. 

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2018.   

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Sigursveinsdóttir, mannauðsstjóri, netfang as@skra.is

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.