Sumarstörf

  • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
  • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Skógarhlíð, Reykjavík, Ísland
  • 09/11/2018
Sumarstarf Heilbrigðisþjónusta Iðnaðarmenn Sérfræðingar Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) vill ráða starfsfólk í sumarafleysingar fyrir sumarið 2019 til að sinna sjúkraflutningum.

Við erum að leita að einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhuga á að tilheyra öflugu liði sem hefur það hlutverk að sinna útkallsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Við viljum gjarnan sjá fleiri konur í liðinu og hvetjum þær til að sækja um.

Um er að ræða vaktavinnu, 8-12 tíma vaktir á öllum tímum sólarhrings.

Til að starfa við sjúkraflutninga þarf að hafa starfsréttindi sem sjúkraflutningamaður. Hægt er að sækja um án þess að hafa réttindin, en þá er gert ráð fyrir að þeir sem verða ráðnir hafi tíma til að ná sér í réttindin áður en þeir hefja störf.

Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. nk.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og inntökuferlið er að finna á heimasíðu SHS.