Viltu styðja við kynningar- og sölustarfið okkar?

  • Star-Oddi
  • Skeiðarás, Garðabær, Ísland
  • 02/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar Sölu og markaðsstörf Önnur störf

Um starfið

Við leitum að öflugum einstaklingi í fjölbreytt og skemmtilegt starf í sölu- og markaðsdeild okkar þar sem samhentur hópur starfsmanna vinnur.

Star-Oddi er framsækið fyrirtæki á sviði mælitækni fyrir dýra- og umhverfisrannsóknir í hafi og á landi.

Langflestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru erlendir. Framtíðarsýn okkar er að vera leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lítilla, áreiðanlegra og harðgerra mælitækja fyrir rannsóknir viðskiptavina okkar.

Starfið felst í stuðningi við starf sölufólks okkar sem eru sérfræðingar á mörkuðunum, afgreiðslu móttekinna pantana, viðhaldi viðskiptavinaupplýsinga í viðskiptavinatengslakerfi (customer relationship management system, CRM), umsjón kynningar í samráði við aðra starfsmenn deildarinnar, s.s. útsendingar fréttabréfa og markpósta og utanumhald á samfélagsmiðlum. Góðir möguleikar að þróa starfið.

Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
• Góðir samskiptahæfileikar í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta
• Áhugi og þekking á notkun tölvuforrita og smáforrita til að ná árangri í starfi
• Þekking eða áhugi á lífríkinu eða vísindaumhverfinu kostur
• Áhugi og þekking á notkun samfélagsmiðla kostur
• Reynsla af sölu- og markaðsstarfi kostur

Gildin okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar.

Umsókn með kynningarbréfi og náms- og starfsferilsyfirliti óskast sendar með tölvupósti á jobs@staroddi.com.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 18. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Snorri Guðmundsson, snorri@staroddi.com, eða í s. 533 6060. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.