Starfsmaður á útgerðasviði

 • Capacent
 • 02/11/2018
Fullt starf Sjávarútvegur

Um starfið

Nergård leitast eftir því að ráða starfsmann á útgerðarsvið félagsins.

Starfsmaðurinn mun heyra beint undir framkvæmdastjóra útgerðar og vera hans hægri hönd í daglegum rekstri skipanna. Starfsmaðurinn mun jafnframt bera ábyrgð innan Nergård varðandi þátttöku félagsins í rekstri á minni fiskiskipum í Noregi.

Starfssvið
 • Daglegur rekstur frystitogara félagsins.
 • Vinna við kostnaðaráætlanagerðir.
 • Vinna við áætlanir um nýtingu á aflaheimildum.
 • Samskipti við birgja og innkaup rekstrarvöru.
 • Ábyrgð á rekstri minni fiskiskipa sem eru að hluta til í eigu Nergård.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stýrimannsmenntun æskileg eða yfirgripsmikil reynsla af sjómennsku.

 • Reynsla af rekstri eða áætlanagerð í sjávarútvegi.

 • Skipulagshæfileikar og hæfni til að starfa sjálfstætt.

 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.

 • Norskukunnátta er kostur.

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2018

Nergard_400x150.gif