Rekstrarstjóri í Fagmannaverslun

 • Húsasmiðjan
 • 02/11/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Stjórnendur Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Við leitum að leiðtoga í krefjandi stjórnunarstarf sem býr yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Hann þarf að búa yfir metnaði til að ná árangri, vera söludrifinn og hafa jákvætt viðhorf.

Í boði er spennandi starf fyrir öflugan og drífandi einstakling sem vill taka þátt í fjölbreyttu starfi í líflegu umhverfi.  Starfsaðstaða er nýleg og til fyrirmyndar.  Rekstrarstjóri ber ábyrgð á rekstri verslunarinnar í samræmi við stefnu og gildi Húsasmiðjunnar og starfar náið með framkvæmda- og sölustjórum.  

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Hæfni til að leiða fólk til árangurs og geta til að vinna undir álagi
 • Góð þekking á byggingavörumarkaði og á byggingarvörum
 • Reynsla af sölustörfum, sölustjórnun og stjórnunarreynsla er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Helstu verkefni/Starfssvið

 • Skipulagning og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri í samræmi við stefnu og starfsáætlun
 • Bein söluráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini ásamt tilboðsgerð
 • Sköpun og eftirfylgni viðskiptasambanda
 • Umsjón með innkaupum og birgðahaldi
 • Umsjón með starfsmannamálum
 • Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs á kristinn@husa.is

Við hvetjum konur jafnt sem karlar til þess að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur til og með 17. nóvember 2018