Eftirlitsmaður í lyfjaöryggisdeild á eftirlitssviði

 • LYFJASTOFNUN     
 • Vínlandsleið 14, Reykjavík, Ísland
 • 02/11/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Rannsóknir Sérfræðingar

Um starfið

Lyfjastofnun auglýsir laust starf eftirlitsmanns í lyfjaöryggisdeild á eftirlitssviði. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og fjölbreytt starf sem felur m.a. í sér ferðir innanlands sem og erlendis á vegum stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Eftirlit með lyfjaframleiðendum og lyfjaheildsölum (GMP/GDP)

 • Eftirlit með markaðsleyfishöfum, þ.m.t. lyfjagátarkerfum

 • Þátttaka í erlendu samstarfi Lyfjastofnunar

 • Meðhöndlun váboða

 • Meðhöndlun og eftirfylgni innkallana, kvartana og tilkynninga

 

Menntunar- og hæfniskröfur:  

 • Meistaragráða í lyfjafræði, lífefnafræði, líffræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla á sviði lyfjaframleiðslu og/eða lyfjadreifingar

 • Reynsla af eftirliti og/eða gæðamálum

 • Góð íslensku- og enskukunnátta

 • Kunnátta í einu Norðurlandamáli er æskileg

 • Mjög góð tölvufærni

 • Mjög góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

 • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð

 • Frumkvæði og faglegur metnaður

 • Góð greiningar og skipulagshæfni

 • Hæfni í að miðla upplýsingum með skipulögðum og skýrum hætti

 • Jákvæðni og sveigjanleiki

   

Upplýsingar um starfið veita Valgerður G. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs, valgerdur.gudrun.gunnarsdottir@lyfjastofnun.is, og Sigurlaug K. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, eða í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Eftirlitsmaður“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2018.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.