Námsstaða sérfræðilæknis eða reynds deildarlæknis í augnskurðlækningum

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 37, 101 Reykjavík
  • 04/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus er til umsóknar námsstaða sérfræðilæknis eða reynds deildarlæknis í augnlækningum við augndeild Landspítala til eins árs. Um er að ræða 50% námsstöðu í augnskurðlækningum, nánar tiltekið í augnloka-, táraganga- og augntóttaaðgerðum (Oculoplastic).

Góður starfsandi er ríkjandi á deildinni og þar starfar öflugur hópur starfsmanna. Starfið er laust frá 1. janúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Sérfræðistörf í samráði við Harald Sigurðsson augnskurðlækni, s.s. greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga með vandamál er tengjast sérgreininni
» Þátttaka í vöktum sérgreinarinnar skilyrði
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við Harald Sigurðsson
» Þátttaka í teymisvinnu

» Sérfræðistörf í samráði við Harald Sigurðsson augnskurðlækni, s.s. greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga með vandamál er tengjast sérgreininni
» Þátttaka í vöktum sérgreinarinnar skilyrði
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við Harald Sigurðsson
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur » Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í augnlækningum eða í seinni hluta sérnáms í augnlækningum með ríkan áhuga á frekari sérhæfingu í augnloka-, táraganga og augntóftaaðgerðum.
» Faglegur metnaður og skipulögð vinnubrögð.
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum.
» Reynsla í kennslu og vísindavinnu æskileg.
» Íslenskt lækningaleyfi og íslenskt sérfræðileyfi eftir því sem við á.

» Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í augnlækningum eða í seinni hluta sérnáms í augnlækningum með ríkan áhuga á frekari sérhæfingu í augnloka-, táraganga og augntóftaaðgerðum.
» Faglegur metnaður og skipulögð vinnubrögð.
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum.
» Reynsla í kennslu og vísindavinnu æskileg.
» Íslenskt lækningaleyfi og íslenskt sérfræðileyfi eftir því sem við á.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Í umsókn deildarlæknis skulu fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi.
Í umsókn sérfræðilæknis skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Sérfræðilæknir fyllir út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og sendir sem viðhengi, en ítarlegri upplýsingar fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall 50% Umsóknarfrestur 19.11.2018 Nánari upplýsingar Gunnar Már Zoéga, gunnarmz@landspitali.is, 825 5015 Jóhann Ragnar Guðmundsson, johannrg@landspitali.is, 823 7874 LSH Augnlækningar Eiríksgötu 37 101 Reykjavík