Borgarbókasafnið - stjórnandi í Gerðubergi

 • Reykjavíkurborg
 • Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergi 3-5
 • 05/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Ertu góður stjórnandi og með brennandi áhuga á menningu og fólki? Við leitum að deildarstjóra í menningarhús okkar í Gerðubergi.

Borgarbókasafnið Gerðubergi er alhliða menningarmiðstöð í Breiðholti. Deildarstjóri þess ber ábyrgð á stjórnun og rekstri menningarhússins svo sem bókasafni, sýningum, fræðslustarfi, dagskrá og viðburðum ásamt því að eiga gott samtal við nærsamfélagið í hverfinu.

Deildarstjóri hefur jafnframt yfirumsjón með margvíslegri þjónustu við ytri og innri viðskiptavini Borgarbókasafnsins.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri menningarhússins Gerðubergi.
 • Stjórnun mannauðs.
 • Gerð og eftirfylgni starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir menningarhúsið.
 • Þátttaka í að innleiða breyttar áherslur í rekstri og starfsemi Borgarbókasafnsins með það að markmiði að efla fagmennsku, styrkja rekstur og auka sýnileika safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.
 • Situr í safnráði Borgarbókasafns sem tekur stefnumarkandi ákvarðanir um starfsemi, rekstur og stefnumótun safnsins.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Háskólapróf á framhaldsstigi er kostur.
 • Viðamikil reynsla af starfi á verksviði safnsins.
 • Haldbær þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar.
 • Þekking og/eða reynsla af innleiðingu breytinga.
 • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur.
 • Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
 • Færni og geta til að vinna undir álagi og að sinna mörgum viðfangsefnum.
 • Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
 • Gott vald á íslensku og ensku ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Þekking á norðurlandamáli er kostur.
 • Nákvæmni, vandvirkni, almenn þekking á tölvunotkun ásamt áhuga og getu til að tileinka sér nýjungar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.11.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálína Magnúsdóttir í síma 4116125 og tölvupósti palina.magnusdottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafn Reykjavíkur
Gerðubergi 3-5
101 Reykjavík