Stuðningsfulltrúi - Foldaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Foldaskóli, Logafold 1
 • 06/11/2018
Fullt starf / hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Foldaskóli - Almennt

Laus eru til umsóknar staða stuðningsfulltrúa við Foldaskóla.

Foldaskóli er elsti hverfisskólinn í Grafarvogi, hóf starfsemi árið 1985. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er einnig safnskóli á unglingastigi fyrir Hamra- og Húsahverfi. Við skólann er starfrækt ein af einhverfudeildum Reykjavíkurborgar. Skólinn er Grænfánaskóli auk þess sem hann tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Einkunnarorð Foldaskóla eru siðprýði-menntun-sálarheill. Í skólanum er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti og viðfangsefni þar sem komið er til móts við öll börn í námi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að aðstoða og styðja nemendur við dagleg störf í skólanum
 • Að vinna mjög náið með kennurum skólans
 • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Að vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Að vinna samkvæmt stefnu skólans.

Hæfniskröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Mikill faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Mjög góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og StRv.

Starfshlutfall: 70%
Umsóknarfrestur: 19.11.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bára Jóhannsdóttir í síma 5407600 og tölvupósti bara.johannsdottir@rvkskolar.is.

Foldaskóli
Logafold 1
112 Reykjavík