Sérkennslustjóri - Furuskógur

 • Reykjavíkurborg
 • Furuskógur, v/ Áland
 • 06/11/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Furuskógur

Sérkennslustjóri óskast til starfa í leikskólanum Furuskógi, Efstalandi 28, 108 Reykjavík.

Furuskógur er sex deilda leikskóli í tveimur húsum í Fossvogi í Reykjavík. Áherslur í starfi skólans eru sköpun, útinám og lífsleikni, auk þess sem læsi er stór þáttur í námi barnanna. Unnið er með lýðræði í leikskólastarfinu þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er hafður að leiðarljósi, börnin tjá skoðanir sínar, geta valið og hafnað og þannig haft áhrif á eigin þekkingaröflun, menningu og lífsgildi. Leikskólinn hefur einnig innleitt PBS sem er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. Með því er lögð áhersla á jákvæð samskipti, hrós, umhyggju og hlýju sem ýta undir traust og vellíðan allra.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
 • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
 • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
 • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
 • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
 • Reynsla af sérkennslu.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.11.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir í síma 411-3540 og tölvupósti ingibjorg.brynjarsdottir@reykjavik.is.

Furuskógur
v/ Áland
108 Reykjavík