Gæðastjóri - Onboard Retail and Services

 • Icelandair
 • 08/11/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar Skrifstofustörf Veitingastaðir Verslun og þjónusta

Um starfið

Icelandair leitar að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi í stöðu gæðastjóra deildarinnar Onboard Retail and Services (Þjónusta og sala um borð). Um er að ræða krefjandi og spennandi starf þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og umbótahugsun í krefjandi framleiðsluumhverfi.

Gæðastjóri leiðir og ber ábyrgð á innleiðingu, rekstri og þróun nýs gæðakerfis. Gæðastjóra ber einnig að stuðla að breyttum vinnubrögðum í samræmi við aðferðafræði gæðastjórnunar. Þetta felur í sér undirbúning, skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni verkefna er að þessu snúa. Gæðastjóri metur árangur af gæðastarfi og kemur með tillögur að umbótum.

Starfssvið:

 • Innleiðing nýs gæðakerfis og miðlun upplýsinga og þekkingar er snúa að því
 • Viðhald, útgáfa og dreifing gæðahandbókar
 • Rekstur, þróun og viðhald á gæðakerfi
 • Ber ábyrgð á og hefur umboð til að tryggja að gæðaferlar séu hannaðir, innleiddir og þeim viðhaldið
 • Eftirfylgni með lögum, reglugerðum og stöðlum sem leiða til breytinga á gæðakerfi
 • Endurskoðun verklagsreglna og stöðugar umbætur til að auka skilvirkni
 • Eftirlit og yfirsýn yfir verkefni er snúa að gæðamálum
 • Leiða mótun, framsetningu, eftirlit og greiningu gæðamælinga

Hæfnikröfur:

 • Fagleg þekking og reynsla af gæðakerfum er skilyrði
 • Að lágmarki þriggja ára reynsla á sviði gæðastýringar eða skyldra starfa
 • Ríkur áhugi á verkefnastjórnun, skipulagi og utanumhaldi
 • Menntun á sviði matvælafræða er kostur
 • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og vandvirkni
 • Frábær færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Onboard Retail and Services vinnur náið með öðrum sviðum og deildum til þess að ná markmiðum félagsins og leita leiða til frekari vaxtar og framþróunar. Starfsstöð er á aðalskrifstofu Icelandair í Reykjavík og í framleiðslueiningu Flugeldhúss í Keflavík.

Við leitum að opnum og drífandi einstaklingi í krefjandi starf í skemmtilegu og alþjóðlegu starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, brennandi áhuga á verkefnum dagsins og metnað til að ná góðum árangri.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar veitir:

Guðrún Aðalsteinsdóttir, Forstöðumaður Onboard Retail and Services, Customer Experience. gudrun.adalsteins@icelandair.is

 

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast útfylltar eigi síðar en 19. nóvember 2018.