Grandaskóli - forfallakennari óskast

  • Reykjavíkurborg
  • Grandaskóli, v/ Keilugranda
  • 08/11/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Grandaskóli

Grandaskóli er staðsettur í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Grandaskóla eru 340 emendur í 1. - 7. bekk og við skólann starfa 45 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru jákvæðni, ábyrgð, vellíðan, árangur. í Grandaskóla er lögð áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Samvinna er lykill að góðu skólastarfi

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu nemenda í samráði við aðra kennara, skólastjórnendur og foreldra.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi og samráði við foreldra og annað fagfólk.

Hæfniskröfur

  • Góð hæfni í samskiptum og samvinnu.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.11.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Sigurðardóttir í síma 411-7120 og tölvupósti inga.sigurdardottir@rvkskolar.is.

Grandaskóli
v/ Keilugranda
107 Reykjavík