Stuðningsstarfsmenn - Hellirinn - Miðbergi

 • Reykjavíkurborg
 • Frístundamiðstöðin Miðberg - sértæk félagsmiðstöð, Gerðubergi 1
 • 08/11/2018
Hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Frístundaklúbburinn Hellirinn

Hellirinn sértæk félagsmiðstöð við frístundamiðstöðina Miðberg óskar eftir að ráða frístundaráðgjafa/frístundarleiðbeinendur með umsjón í hlutastarf fyrir veturinn 2018- 2019.

Hellirinn er fyrir börn og unglinga 10-16 ára með fötlun sem eru búsett í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti. Hann er opinn alla virka daga frá því að skóla lýkur og til klukkan 17 og einstaka sinnum er kvöldopnun. Markmið Hellisins er að vinna gegn félagslegri einangrun fatlaðra barna og unglinga. Starfið er einstaklingsmiðað og börnin og unglingarnar taka þátt í að móta dagskrána.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga í sértæku starfi.
 • * Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
 • * Framfylgir stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans.
 • * Samráð og samvinna við börn, unglinga og annað starfsfólk.
 • * Samskipti og samstarf við foreldra.

Hæfniskröfur

 • * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • * Áhugi á að vinna með börnum og unglingum í sértæku félagsmiðstöðvarstarfi.
 • * Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • * Færni í samskiptum.
 • Í boði eru hlutastörf, 20-50%, með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 20.11.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristrún Lilja Daðadóttir í síma 411-5750 /695-5033 og tölvupósti kristrun.lilja.dadadottir@reykjavik.is.

Frístundamiðstöðin Miðberg - sértæk félagsmiðstöð
Gerðubergi 1
111 Reykjavík