Avionics sérfræðingur

 • Icelandair
 • 08/11/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Icelandair óskar eftir öflugum liðsmanni til að starfa með hönnunar og þróunardeild félagsins í Hafnarfirði. Deildin sinnir breytingum og viðgerðum á flugvélum félagsins og annarra flugfélaga undir vottuðu gæðakerfi frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) og DOA (Design Organization Apporval) Part 21J leyfi frá EASA.

Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna við hönnun og ísetningu á rafkerfum og mælitækjum í flugvélar. Verkefnin snúast um að útbúa hönnunarskjöl (teikningar og skýrslur) sem leyfa ísetningar á mismunandi búnaði fyrir flugvélar og breytingar á rafmagnskerfum. Einnig er leitast við að finna tækifæri og þróa lausnir í hinum síbreytilega heimi flugvélarafmagnskerfa.

Starfssvið:

 • Hönnun og yfirferð breytinga á rafkerfum og rafbúnaði flugvéla
 • Stuðningur við viðhaldsþjónustu Icelandair
 • Verkefnastjórnun og kostnaðareftirlit
 • Samskipti við framleiðendur, flugfélög og loftferðaeftirlit
 • Leiðbeina flugfélögum við val á búnaði
 • Yfirferð tæknigagna fyrir flugvélar

Hæfnikröfur:

 • Próf í verkfræði, tæknifræði eða B2 flugvirki með góða reynslu
 • Þekking og reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
 • Mjög góð tölvukunnátta þ.m.t. kunnátta á teikni og textaforrit
 • Góðir samskiptahæfileikar og frumkvæði
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Góð færni í ensku, bæði í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir:

Guttormur Arnar Ingvason, Manager Design & Development, gutti@icelandair.is

Kristján Pétur Sæmundsson, ráðningastjóri, kristjanpetur@icelandair.is

 

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar er 18. nóvember 2018