Umsjónarmaður ræstinga

  • Isavia
  • 09/11/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Stjórnendur Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Isavia óskar eftir að ráða umsjónarmann ræstinga á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru daglegt eftirlit með ræstingu og samskipti við verktaka. Úrvinnsla, skýrslugerð og eftirfylgni við verktaka á reglubundnum samningsstjórnunarfundum. Eftirlit með framkvæmdaþrifum og öðrum verkefnum. Gæðaúttektir og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla tengd gæða- og eftirlitskerfum
  • Reynsla eða þekking á ræstingum fasteigna
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu, saevar.gardarsson@isavia.is

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk.