Fagstjóri lækninga - Heilsugæslan Hvammi

  • Heilsugæslan
  • 09/11/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Stjórnendur

Um starfið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna í Hvammi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfni og samskiptahæfileika. Starfshlutfall er 100% og verður ráðið í starfið til 5 ára frá og með 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Flóknari vandamál, þörf fyrir fjölbreyttari úrræði og skortur á sérhæfðu starfsfólki kallar á nýja nálgun í starfsemi heilsugæslustöðva. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var gerð breyting á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna.

Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag, verkstjórn og samhæfing innan fagsviðs með svæðisstjóra, í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Er svæðisstjóra innan handar við daglegan rekstur stöðvar og er staðgengill hans
- Innleiðir nýjungar og vinnur að breytingum á starfsemi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga stöðvar
- Tekur þátt í gerð, innleiðingu og notkun klínískra leiðbeininga
- Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
- Tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi
- Hefur umsjón með sérnámslæknum stöðvar, veitir fræðslu til nema, nýliða og starfsmanna fagsviðs í samvinnu við aðra starfsmenn stöðvar 
- Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi samhliða

Hæfnikröfur
- Sérfræðingur í heimilislækningum
- Reynsla af starfi í heilsugæslu 
- Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
- Nám í stjórnun æskilegt
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
- Íslenskukunnátta nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Stéttarfélag er Læknafélag Íslands.

Allar umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjá Landlæknisembættinu. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. 

Jafnframt skal fylla út eyðublaðið "Umsókn um læknisstöðu" og setja það í viðhengi. Umsóknareyðublaðið má nálgast á vef Embættis landlæknis (www.landlaeknir.is) undir útgefið efni. 

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Rut Gunnarsdóttir - rut.gunnarsdottir@heilsugaeslan.is - 513 5850