Sérfræðingur á rekstrarsviði

 • Landhelgisgæsla Íslands
 • 09/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi Gæslunnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. 

 

Helstu verkefni:

 • Dagleg stýring á bókhaldi
 • Umsjón með mánaðarlegum uppgjörum og greiningum
 • Ársreikningagerð
 • Aðstoð við rekstrarspá og áætlanagerð
 • Samantekt og framsetning tölfræðiupplýsinga
 • Ýmis umbóta­ og þróunarverkefni
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði viðskipta, áhersla á reikningshald kostur
 • Góð þekking á reikningsskilastöðlum og lögum um  bókhald og ársreikninga
 • Góð færni í Excel áskilin ásamt þekkingu á helstu Office forritum
 • Þekking á Oracle bókhaldskerfi og/eða Cognos áætlanakerfi kostur
 • Reynsla af bókhaldi og afstemmingum æskileg
 • Hæfni til að koma frá sér upplýsingum á skýran og hnitmiðaðan hátt í ræðu og riti
 • Góð íslenskukunnátta nauðsynleg og góð færni í ensku æskileg
 • Góð samskiptafærni og sjálfstæði í starfi


Starfsstöð er í Reykjavík. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á www.hagvangur.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks!
Gildin okkar eru:  Öryggi – Þjónusta – Fagmennska
Höfuðstöðvar eru í Skógarhlíð 14 í Reykjavík en starfsstöðvar eru einnig á Keflavíkur­ og Reykjavíkurflugvelli, í varðskipum og á ratsjárstöðvum.

Upplýsingar veitir: 

Áslaug Kristinsdóttir - aslaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 26. nóvember 2018