Hafnsögumaður í Reykjaneshöfn

 • Reykjanesbær
 • 09/11/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Reykjaneshöfn óskar eftir hafnsögumanni í fullt starf. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf ekki seinna en 1. mars 2019.

Þjónusta Reykjaneshafnar skal vera til fyrirmyndar og miðast við að þjónusta viðskiptavini hafnarinnar eins vel og kostur er. Starfsmaður hafnarinnar skal gæta aðgátar og kurteisi í samskiptum sínum við viðskiptavini og vera verðugur fulltrúi Reykjaneshafnar, jafnt út á við sem og í samskiptum við samstarfsmenn.

Starfskipulag: Hafnarstjóri er yfirmaður hafnarinnar og starfsmanna hennar. Staðgengill hans er skrifstofustjóri hafnarinnar. Gert er ráð fyrir að starfsmaður geti sinnt starfi sínu nánast án afskipta yfirmanns. Hafnsögumaður fer með verkstjórn og mannaforráð á starfssvæði hafnarinnar samkvæmt ákvörðun hafnarstjóra.

Helstu verkefni:

 • Hafna- og leiðsaga skipa að og frá Reykjaneshöfn og skipulag hennar
 • Stjórnun, vélstjórn og umsjón hafnsögubáts
 • Móttaka fiskiskipa, farskipa og annarra skipa á starfssvæði Reykjaneshafnar
 • Afgreiðsla á þeirri þjónustu sem Reykjaneshöfn býður viðskipavinum sínum
 • Skráning á þeirri þjónustu sem Reykjaneshöfn veitir viðskipavinum sínum
 • Umsjón með hafnarsvæði Reykjaneshafnar, skipulagi, umgengni og hreinsun eftir því sem við á
 • Eftirlit með öllum búnaði, tækjum og aðstöðu Reykjaneshafnar
 • Vinna að viðhaldi búnaðar, tækja og aðstöðu Reykjaneshafnar
 • Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun hafnarstjóra

Gerð er krafa um eftirfarandi þekkingu og réttindi:

 • Skipstjórnarréttindi C
 • Uppfylla önnur skilyrði 13. gr. laga nr. 41/2003 um réttindi til að starfa sem hafnsögumaður
 • Reynsla af skipstjórn
 • Góð kunnátta í enskri tungu
 • Tölvukunnátta
 • Bílpróf
 • Geta til að starfa sjálfstætt og án beinnar afskipta yfirmanns

Eftirfarandi réttindi eru æskileg, ef þau eru ekki til staðar verður viðkomandi að vera tilbúinn að sækja þau réttindi sem hafnarstjóri óskar eftir. Slíkt verður gert með stuðningi Reykjaneshafar:

 • Vélstjórnarréttindi
 • Réttindi sem löggiltur vigtarmaður
 • Réttindi verndarfulltrúa hafna og/eða hafnargæslumanna

Líkamlegt ástand:

Í starfi hafnsögumanns felst m.a. að fara upp eða niður lunningar á skipi sem er úti á rúmsjó. Gerð er krafa um líkamlega getu til slíkra athafna.

Sakavottorð:

Hafnsögumaður sinnir í starfi sínu vinnu við verndaráætlun Reykjaneshafnar um hafnarvernd. Til þess að svo megi verða má viðkomandi ekki vera brotlegur við skilgreind ákvæði hegningarlaga. Viðkomandi þarf því að leggja fram sakavottorð því til stuðnings.

Búseta:

Þar sem hafnsögumaður gengur reglulegar bakvaktir og sinnir útköllum tengdum þjónustu hafnarinnar er æskilegt að búseta sé innan hæfilegrar fjarlægðar frá starfsstöðvum Reykjaneshafnar.

 

Upplýsingar gefur Halldór Karl Hermannsson, Hafnarstjóri (halldor.k.hermannsson@reykjanesbaer.is, sími 897-6300)

Umsóknarfrestur til: 03. desember 2018