Sérfræðingur í málefnum barna, hlutastarf

  • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
  • 09/11/2018
Hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Sérfræðingar

Um starfið

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar 50% hlutastarf sérfræðings í málefnum barna. Markmiðið með sérfræðiráðgjöf í málefnum barna og sáttameðferð á vegum sýslumanns er að aðstoða foreldra við að leysa úr ágreiningsmálum er varða m.a. forsjá eða umgengni með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Starfsstöð er hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en fjögurra manna sérfræðiteymi sér um þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinnir verkefnum á landsvísu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni sérfræðinga lúta að málum sem eru til meðferðar hjá sýslumönnum þar sem foreldrar deila um forsjá, lögheimili, umgengni eða umgengnistálmanir. Starfið felst í ráðgjöf við foreldra, sáttameðferð, umsögn um tiltekin álitaefni og/eða liðsinni (sjá nánar í barnalögum nr. 76/2003 með síðari breytingum, gr. 33, 33a og 74), sem getur m.a. falist í að kynna sér viðhorf barns eða foreldris og gefa um það skýrslu, einnig eftirliti með umgengni. 
Til frekari upplýsinga má benda á efni um ráðgjöf og sáttameðferð á vef sýslumanna og barnalög nr. 76/2003 á vef Alþingis www.althingi.is 

Hæfnikröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda í sálfræði, félagsráðgjöf eða sambærilegum greinum.
- Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni barna og/eða foreldra.
- Að hafa haldgóða þekkingu á ákvæðum barnalaga og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra.
- Menntun á sviði sáttameðferðar eða sáttamiðlunar eða umtalsverð starfsreynsla á því sviði eða fjölskyldumeðferðar.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi.
- Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum.
- Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.

Umsækjendur þurfa að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í reglum innanríkisráðuneytis frá 14. febrúar 2013 um ráðgjöf og sáttameðferð.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2019.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á góða skipulagshæfni, ábyrgð og frumkvæði. 

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð starfsferilskrá, staðfestar upplýsingar um menntun auk kynningarbréfs þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og rökstyður hæfni sína í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 19.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Eyrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri ( eyrung@syslumenn.is ) og Vigdís Edda Jónsdóttir mannauðsstjóri (vigdisj@syslumenn.is)