Starfsmenn og verkstjóri í fiskeldi

  • Capacent
  • 09/11/2018
Fullt starf Sjávarútvegur Stjórnendur Önnur störf

Um starfið

Matorka óskar eftir að ráða almenna starfsmenn og verkstjóra í fiskeldi.

Viðkomandi aðilar þurfa að hafa þekkingu og/eða mikinn áhuga á fiskeldi og löngun til að starfa á því sviði.Staðsetning Matorku er í Grindavík. Búseta á svæðinu er æskileg. Starfssvið
  • Vinnan felst í fjölbreyttum fiskeldisstörfum, svo sem fóðrun, flutningi á lifandi fiski á milli kerja, skráningum, eftirliti og almennum viðhalds störfum. Skemmtileg vinna sem hentar bæði körlum sem konum. Hreinlæti og góð umgengni mikilvæg.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem tengist starfinu mikill kostur.

  • Kunnátta í meðferð fiskeldis og tækjabúnaðar mikill kostur.

  • Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi.

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2018 Matorka er fiskeldisfyrirtæki með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Fyrirtækið notast við nýjustu eldistækni í framleiðslu sinni, og öll starfsemi fyrirtækisins er umhverfisvæn.

Matorka_400x150.png