Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar

 • Garðabær
 • 09/11/2018
Fullt starf Stjórnendur

Um starfið

Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúin/-n til að stýra metnaðarfullu starfi starfsmanna og stofnana bæjarins í þeim málaflokkum sem tilheyra sviðinu og vera einn af leiðandi aðilum í uppbyggingu samfélagsins í Garðabæ.

Fræðslu- og menningarsvið hefur yfirumsjón með málefnum leik- og grunnskóla, menningarmálum, íþrótta- og tómstundamálum og forvarnarmálum. Undir sviðið heyra skólar bæjarins, menningarstofnanir og íþróttamiðstöðvar. Í Garðabæ er unnið eftir markvissri skólastefnu sem nær til allra skóla bæjarins. Áhersla er lögð á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi nemenda sem felst m.a. í því að nemendur og foreldrar þeirra hafa fullt frelsi um val á skóla.

Í menningarstefnu Garðabæjar er m.a. lögð áhersla á að marka Garðabæ sérstöðu sem hönnunarbær og á menningu og listsköpun meðal barna og ungmenna.

Góð aðstaða er til iðkunar íþrótta, líkams- og heilsuræktar í Garðabæ og er áhersla lögð á að hvetja börn og ungmenni til þátttöku. Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur samþykkt afreksstefnu og veitir styrki samkvæmt henni árlega. Gerður hefur verið samstarfssamningur við landlæknisembættið um að Garðabær verði heilsueflandi samfélag.

Hlutverk og ábyrgð:

 • Yfirumsjón með þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið

 • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri og starfsemi sviðsins

 • Ábyrgð á stefnumótun og framtíðarsýn

 • Frumkvæði í þróun og innleiðingu nýjunga

 • Samstarf við yfirstjórn bæjarins, starfsmenn og aðra aðila sem tengjast málaflokkum sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða æskileg

 • Áræðni og drifkraftur

 • Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun

 • Reynsla af mannaforráðum og fjárhagslegri ábyrgð

 • Góð greiningarhæfni og rökhugsun

 • Stjórnunar- og skipulagshæfileikar

 • Forystuhæfni og færni til að leiða samvinnu mismunandi hópa

 • Framsýni, frumkvæði og metnaður í starfi

 • Þjónustu- og samskiptahæfni

 • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2018.

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í síma 525 8500.

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og verkefni sem viðkomandi hefur unnið og geta varpað ljósi á færni umsækjanda til að sinna starfi forstöðumanns. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki 2 blaðsíður þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir leik- og grunnskóla, menningarmál, íþrótta- og tómstundamál og forvarnarmál í Garðabæ.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á vef Garðabæjar, gardabaer.is.