Aðstoðarleikskólastjóri í Marbakka

  • Kópavogsbær
  • 09/11/2018
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Leikskólinn Marbakki er fimm deilda leikskóli með rými fyrir 104 börn. Leikskólinn tók til starfa árið 1986 og er hann staðsettur í Sæbólshverfi í Kópavogi. Leikskólastarfið er í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Reynsla af starfi í leikskóla

· Reynsla af stjórnun æskileg

· Reynsla og þekkingin af starfi hugmyndafræði Reggio Emila æskileg

· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum

· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi

· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi

· Gott vald á íslenskri tungu

· Góð tölvukunnátta

 

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða fullt starf frá og með 2. janúar 2019 eða samkvæmt samkomulagi.

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.

 

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda í leikskóla.

 

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018.

 

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður K Sigmarsdóttir, leikskólastjóri s. 840-2682 og Sigurlaug Bjarnadóttir (sigurlaugb@kopavogur.is) deildarstjóri leikskóladeildar, s. 441-2855.

 

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is