SÉRFRÆÐINGUR Á FJÁRMÁLASVIÐI - LANDSVIRKJUN

  • Landsvirkjun
  • 09/11/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Viltu greina fortíðina og hafa áhrif á framtíðina ?

Við leitum að sérfræðingi á fjármálasvið sem hefur umsjón með og þróar áætlanakerfi fyrirtækisins, framsetningu stjórnendaupplýsinga, frávikgreiningu og aðstoðar stjórnendur við rekstur eininga og verkefna. 

 

Viðkomandi sér um upplýsingagjöf til stjórnenda, kynningar og hefur umsjón með ýmsum fjárhagsgreiningum í starfsemi fyrirtækisins.

Starfið felur í sér náið samstarf við starfsmenn og stjórnendur Landsvirkjunar. Í því felst virk þátttaka í þróun viðskiptagreindarkerfa, skýrslna og mælaborða. Starfið krefst samstarfs við aðra sérfræðinga Landsvirkjunar í leit að framsæknum lausnum. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun, áætlanagerð, frávikagreiningum, kostnaðareftirliti og almennri gagnaúrvinnslu   
  • Góðir samstarfshæfileikar og frumkvæði,
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlauna­ úttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir - inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 20. nóvember 2018